Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   þri 11. október 2022 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Lærisveinar Brynjars unnu endurkomusigur á toppliðinu
Mynd: Guðmundur Svansson
Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte unnu magnaðan 3-2 endurkomusigur á toppliði Halmstad í sænsku B-deildinni í kvöld.

Halmstad komst tveimur mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiks og útlit fyrir að liðið myndi ganga frá Örgryte, en svo var ekki.

Niklas Bärkroth, sem þótti eitt sinn efnilegasti leikmaður Svía, minnkaði muninn áður en Isak Dahlqvist jafnaði leikinn. Bärkroth skoraði síðan sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og tryggði Örgryte sigurinn.

Þessi sigur liðsins var gríðarlega stór í fallbaráttunni en liðið er í 13. sæti með 30 stig.

Brynjar Björn hefur náð góðum árangri frá því hann tók við fyrr í sumar en framundan eru fjórir úrslitaleikir til að halda liðinu í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner