Það hefjast þrír leikir samtímis klukkan 20:00 í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Þar mætast sex félög sem eru í harðri baráttu um sæti í 16-liða úrslitum mótsins og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Celtic tekur á móti þýska stórveldinu FC Bayern og mætir til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið, sem mun þó líklega ekki nægja gegn ógnarsterkum lærisveinum Vincent Kompany.
Auk þess að vera með stjörnum prýtt byrjunarlið þar sem Harry Kane, Michael Olise, Jamal Musiala og Leroy Sané eru á meðal leikmanna, þá eru menn á borð við Serge Gnabry, Kingsley Coman og Thomas Müller á bekknum. Nýju mennirnir Jeffrey Schlupp og Jota eru meðal varamanna hjá Celtic.
Í Hollandi fer fram gríðarlega áhugaverður slagur þegar Feyenoord fær AC Milan í heimsókn, þar sem Santiago Giménez snýr strax aftur á sinn gamla heimavöll tæpum mánuði eftir félagaskiptin sín til Ítalíu.
Giménez byrjar í fremstu víglínu hjá AC Milan sem mætir til leiks með ógnarsterkt byrjunarlið, sem inniheldur Joao Félix og Kyle Walker sem komu einnig til félagsins í janúarglugganum.
Fikayo Tomori, Tammy Abraham og Samuel Chukwueze eru meðal varamanna hjá Milan.
Þá er þetta fyrsti leikurinn sem U21 þjálfarinn Pascal Bosschaart stýrir sem bráðabirgðaþjálfari Feyenoord eftir að Brian Priske, eftirmaður Arne Slot í þjálfarasætinu, var rekinn á dögunum.
Að lokum eigast AS Mónakó og Benfica við í áhugaverðum slag þar sem má sjá nokkur kunnugleg nöfn í byrjunarliðunum. Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Thilo Kehrer, Denis Zakaria og Mohammed Salisu eru í byrjunarliði Mónakó ásamt Mika Biereth fyrrum framherja Arsenal, Breel Embolo og Aleksandr Golovin.
Takumi Minamino er á bekknum hjá Mónakó en Folarin Balogun og Wilfried Singo eru fjarverandi vegna meiðsla.
Í byrjunarliði Benfica má meðal annars finna Anatolii Trubin, Nicolás Otamendi og Norðmennina öflugu Andreas Schjelderup og Fredrik Aursnes.
Angel Di María og Andrea Belotti eru meðal varamanna hjá Benfica, auk Zeki Amdouni.
Celtic: Schmeichel, Johnston, Taylor, Trusty, Carter-Vickers, Hatate, Engels, McGregor, Maeda, Kuhn, Idah
FC Bayern: Neuer, Kimmich, Dier, Upamecano, Guerreiro, Laimer, Goretzka, Olise, Musiala, Sane, Kane
Feyenoord: Wellenreuther, Read, Beelen, Hancko, Smal, Moder, Milambo, Timber, Hadj Moussa, Paixao, Ueda
AC Milan: Maignan, Walker, Thiaw, Pavlovic, Hernandez, Fofana, Reijnders, Pulisic, Felix, Leao, Gimenez
Mónakó: Majecki, Vanderson, Salisu, Kehrer, Diatta, Akliouche, Zakaria, Al-Musrati, Golovin, Embolo, Biereth
Benfica: Trubin, Araujo, Silva, Otamendi, Carreras, Aursnes, Florentino, Kokcu, Schjelderup, Akturkoglu, Pavlidis
Athugasemdir