Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   mið 12. október 2022 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Stórslys ef þessi leikur hefði endað jafn
Antonio Conte, stjóri Tottenham Hotspur, var ánægður með að hafa fengið öll stigin í 3-2 sigrinum á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu.

Tottenham lenti marki undir í leiknum en kom til baka þökk sé vítaspyrnu frá Harry Kane og tveimur mörkum frá Heung-Min Son.

Enska liðið fékk fjölmörg færi til að gera út um leikinn en í stað þess komst Frankfurt aftur inn í leikinn. Harry Kane gat klárað þetta undir lokin þegar liðið fékk vítaspyrnu en hann klikkaði af punktinum.

„Við hefðum getað skorað svo mörg mörk, en í staðinn þurftum við að þjást fram að síðustu mínútu. Við munum reyna að læra af þessu og skilja það að leikurinn er aldrei búinn."

„Þetta er samt mikilvægur sigur fyrir okkur. Við byrjuðum þetta erfiðlega en náðum að bregðast vel við og skoruðum þrjú mörk, fengum mörg færi til að bæta okkur. Markvörðurinn þeirra átti góðar vörslur og þegar uppi er staðið erum við efstir í riðlinum."

„Næsti leikur er gegn Sporting og við verðum að reyna að ná í öll stigin og komast áfram í næstu umferð. Það hefði verið stórslys ef þessi leikur hefði endað jafn,"
sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner