Roberto Firmino, Mohamed Salah og Heung-Min Son voru allir frábærir í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Liverpool Echo og Evening Standard News sjá um einkunnir ensku liðanna í kvöld.
Firmino skoraði tvö og lagði upp eitt í 7-1 sigri Liverpool og fær 9 fyrir frammistöðu sína en Mohamed Salah kom síðan inn eftir klukkutímaleik og skoraði þrennu á mettíma.
Diogo Jota átti einnig frábæran leik í liði Liverpool og lagði upp öll þrjú mörkin fyrir Salah. Elliott fær einnig 8 eins og Jota.
Einkunnir Liverpool: Alisson (7), Gomez (7), Konate (7), Van Dijk (7), Tsimikas (7), Fabinho (7), Henderson (7), Elliott (8), Firmino (9), Carvalho (7), Nunez (7).
Varamenn: Thiago (6), Robertson (7), Salah (9), Jota (8).
Heung-Min Son var besti maður Tottenham í 3-2 sigri á Eintracht Frankfurt. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið og hefði auðveldlega getað bætt við þriðja markinu. Hann fær 9. Pierre-Emile Hojbjerg fær 8 fyrir frammistöðu sína.
Einkunnir Tottenham: Lloris (7), Romero (7), Dier (7), Lenglet (7), Emerson (5), Hojbjerg (8), Bentancur (7), Sessegnon (7), Richarlison (7), Son (9), Kane (7).
Varamenn: Bissouma (7), Skipp (6), Moura (6), Gil (7).
Athugasemdir