Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Eli Keke og Björn Axel áfram með Víkingi Ólafsvík
Emmanuel Eli Keke
Emmanuel Eli Keke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Axel Guðjónsson og Emmanuel Eli Keke verða báðir áfram hjá Víkingi Ólafsvík á næsta tímabili en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Eli Keke er fæddur árið 1995 og kom til Víkings fyrir fjórum árum en hann hefur spilað 86 leiki og skorað 6 mörk í deild- og bikar fyrir félagið.

Varnarmaðurinn sterki hefur spilað mikilvæga rullu hjá félaginu og er á leið inn í sitt sjötta tímabil með liðinu en hann framlengdi samning sinn út næsta tímabil.

Þá hefur Björn Axel einnig framlengt samning sinn út næsta tímabil en hann kom nokkuð óvænt til félagsins í sumar frá KV en hann er fæddur árið 1994.

Björn hafði skorað 5 mörk í 9 leikjum í Lengjudeildinni en færði sig yfir í Víking í deildinni fyrir neðan og skoraði 4 mörk í 12 leikjum fyrir félagið. Hann hefur einnig spilað fyrir Njarðvík og Gróttu.

Víkingur hafnaði í 7. sæti í 2. deild í sumar með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner