Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Fljótasta þrenna í sögu Meistaradeildarinnar
Mohamed Salah á fljótustu þrennu í sögu Meistaradeildar Evrópu
Mohamed Salah á fljótustu þrennu í sögu Meistaradeildar Evrópu
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, skrifaði sig í sögubækurnar í 7-1 sigrinum á Rangers í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði fljótustu þrennu í sögu mótsins.

Salah byrjaði á bekknum, enda hefur hann átti fremur erfitt uppdráttar með Liverpool eins og svo margir aðrir leikmenn.

Hann kom inná í stöðunni 3-1 fyrir Liverpool en það var þegar tæpur hálftími var eftir.

Á 75. mínútu skoraði hann fyrsta mark sitt í leiknum eftir að hafa tekið skemmtilega á móti honum, keyrt upp að marki og potað honum í netið og svo kom annað markið tæpum fjórum mínútum síðar. Salah fullkomnaði þrennu sína á 82. mínútu og tók hann því aðeins 6 mínútur og 12 sekúndur að skora þessa þrennu.

Bafetimbi Gomis átti metið yfir fljótustu þrennuna en hann skoraði hana í leik með Lyon gegn Dinamo Zagreb árið 2011. Salah heur nú bætt það.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner