Íslandsvinurinn Bo Henriksen er kominn með nýtt starf en hann er tekinn við sem stjóri Zürich í Sviss.
Á leikmannaferli sínum var Henriksen sóknarmaður og lék hann á Íslandi með Val, Fram og ÍBV 2005-2006.
Frá því að skórnir fóru upp á hillu hefur hann þjálfað í Danmörku, fyrst Brønshøj, síðan Horsens og nú síðast Midtjylland. Hann hefur náð nokkuð flottum árangri í þjálfun. Henriksen er skipulagður þjálfari og líflegur karakter.
Hann stýrði Midtjylland til sigurs í dönsku bikarkeppninni áður en hann var rekinn fyrr á þessu ári.
Henriksen er búinn að skrifa undir samning við Zürich - sem er eitt stærsta félagið í Sviss - til ársins 2024.
Athugasemdir