Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki með Arsenal gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni á morgun, en Mikel Arteta, stjóri félagsins, vill ekki að taka áhættuna.
Jesus, sem hefur verið magnaður í sóknarleik Arsenal á þessari leiktíð, var ekki með á æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Bodö/Glimt og voru margir stuðningsmenn félagsins áhyggjufullir um að meiðslin gætu verið af alvarlegum toga.
Arteta segir það þó ekki málið. Hann vill ekki taka áhættuna og þá sérstaklega þar sem Bodö/Glimt spilar á gervigrasi.
Jesus ferðaðist því ekki með liðinu til Noregs.
„Við vitum ekki hvort það eru auknar líkur á meiðslum. Leikmaður getur meiðst á gervigrasi og á æfingu. Við verðum augljóslega að gera okkar besta til að vernda leikmenn, en eitt er víst og það er að við verðum með ellefu leikmenn á vellinum á morgun," sagði Arteta.
Athugasemdir