Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Kristinn tekur aftur við Þór/KA (Staðfest) - Skrifaði undir þriggja ára samning
Jóhann Kristinn Gunnarsson er kominn aftur í kunnuglega liti
Jóhann Kristinn Gunnarsson er kominn aftur í kunnuglega liti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson er nýr þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Jóhann þekkir vel til hjá Þór/KA, en hann tók fyrst við liðinu árið 2011 og gerði liðið að Íslandsmeistara ári síðar. Þá kom hann liðinu í úrslit bikarsins árið 2013.

Á þeim fimm árum sem hann þjálfaði liðið var það alltaf meðal fjögurra efstu, en hann hætti með liðið árið 2016 og tók við Völsungi.

Hann er nú mættur aftur til Þór/KA og skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í Þór/KA og það er mikill heiður að fá að taka við þessu starfi á ný. Ég finn fyrir miklum krafti og metnaði hjá stjórninni og líst vel á þeirra hugmyndir og stefnu. Ég veit að efniviðurinn er mikill hérna og það býr heilmikið í liðinu. Það er bara spenningur að byrja og hjálpa liðinu að vaxa og dafna. Það er engin spurning að það er skýr stefna Þór/KA að vera eitt af sterkustu liðum landsins. Ég er alveg sannfærður um að framtíðin er björt hjá liðinu og leikmönnum þess," sagði Jóhann Kristinn við heimasíðu Þórs/KA.

Þór/KA hafnaði í 7. sæti með 17 stig í sumar undir stjórn Jóns Stefáns Jónssonar og Perry Mclachlan, en þeir voru látnir fara á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner