Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Gat ekki beðið um það betra
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, segist ekki hafa getað beðið um það betra en í kvöld eftir að liðið kjöldró Rangers, 7-1, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool-liðið var ryðgað í byrjun leiks og lenti undir eins og svo oft áður á þessu tímabili. Roberto Firmino jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu og kom svo liðinu yfir snemma í síðari hálfleik.

Darwin Nunez bætti við þriðja eftir stoðsendingu Firmino og fóru þeir félagarnir svo útaf í kjölfarið. Mohamed Salah og Diogo Jota komu inn og gerðu út um leikinn. Jota lagði upp þrjú mörk fyrir Salah á sex mínútum áður en Harvey Elliott skoraði sjöunda og síðasta mark Liverpool.

„Við áttum mjög gott spjall í hálfleik. Við vildum meira í síðari hálfleiknum og það gekk upp."

„Þetta var sérstakt og sérstaklega hjá Mo. Það er mikilvægt hvernig við náðum að aðlagast stöðunum. Allir seme byrjuðu í kvöld spiluðu mjög vel. Fabio Carvalho og Harvey Elliott voru mjög góðir. Ég gat ekki beðið um það betra. Ég er rosalega ánægður."

„Ég held að fyrri hálfleikurinn hafi undirbúið þann síðari. Þegar við erum í gír þá getum við verið ótrúlega gott lið. Við byggðum ofan á góðu hlutina í fyrri hálfleiknum og héldum þeim á hreyfingu og svo þurfti Rangers náttúrlega að skipta um miðvörð."

„Mörkin sem við skoruðum voru stórkostleg. Þetta er kvöld þar se hlutirnir gengu upp hjá okkur. Þetta breytir klárlega andrúmsloftinu og það er gott. Við vitum allir hvaða lið er að koma á sunnudaginn (Manchester City). Það verður öðruvísi en það er betra að fara inn í þann leik með þessa tilfinningu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner