Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Club Brugge og Napoli í 16-liða úrslit
Club Brugge braut blað í sögu félagsins
Club Brugge braut blað í sögu félagsins
Mynd: EPA
Napoli fer með Brugge í 16-liða úrslitin
Napoli fer með Brugge í 16-liða úrslitin
Mynd: EPA
Napoli er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Ajax, 4-2, á Diego Maradona-leikvanginum í kvöld, en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í A-riðli. Club Brugge náði svo sögulegum árangri með því að tryggja sig í 16-liða úrslitin en það hefur aldrei tekist áður í sögu félagsins.

Ítalska liðið var ekki lengi að koma sér í gírinn og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið. Hirving Lozano skoraði á 4. mínútu eftir góða sókn heimamanna.

Lozano kom boltanum á Piotr Zielinski og kom sér svo fyrir í teignum áður en pólski miðjumaðurinn kom með fyrirgjöf beint á kollinn á Lozano sem stangaði boltann í netið.

Gestirnir pressuðu á Napoli í kjölfarið og skapaði sér nokkur góð færi, meðal annars eitt dauðafæri þar sem Mohammed Kudus fékk boltann frá Steven Bergwijn, en hann náði ekki að nýta sér það.

Napoli refsaði fyrir það og á 16. mínútu skoraði Giacomo Raspadori annað mark Napoli. Kvicha Kvaratskhelia átti laglega sendingu út á Raspadori, sem tók eina snertingu við vítateiginn áður en hann þrumaði boltanum með vinstri í vinstra hornið.

Ajax kom til baka í síðari hálfleiknum. Davy Klaassen skallaði boltanum framhjá Alex Meret en Napoli svaraði á 62. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Jurren Timber tók Tanguy Ndombele niður í teignum. Kvaratskhelia skoraði úr spyrnunni.

Brian Brobbey fiskaði vítaspyrnu fyrir Ajax á 81. mínútu og tókst Bergwijn að minnka muninn niður í eitt mark til að gera leikinn spennandi, en aftur tókst Napoli að koma sér í tveggja marka forystu með marki frá nígeríska framherjanum Victor Osimhen.

Napoli fer því með 4-2 sigur af hólmi og er með fullt hús stiga í A-riðli. Þetta þýðir að Napoli er komið áfram í 16-liða úrslit og getur þá Liverpool farið langleiðina með að komast þangað ef liðið vinnur Rangers í kvöld.

Atlético Madríd og Club Brugge gerðu markalaust jafntefli á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd.

Gestirnir voru hættulegir í skyndisóknunum í kvöld. Undir lok fyrri hálfleiks benti dómarinn á vítapunktinn eftir að Molina braut á Buchanan í teignum, en eftir skoðun frá VAR þá var vítið tekið til baka.

Brugge spilaði manni færri frá 82. mínútu eftir að Kamal Sowah, framherji liðsins, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu. Atlético tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Frábær úrslit fyrir Brugge sem er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og það í fyrsta sinn og það sem meira er þá hefur liðið ekki fengið á sig eitt einasta mark í keppninni á þessari leiktíð.

A-riðill:

Napoli 4 - 2 Ajax
1-0 Hirving Lozano ('4 )
2-0 Giacomo Raspadori ('16 )
2-1 Davy Klaassen ('49 )
3-1 Khvicha Kvaratskhelia ('62 , víti)
3-2 Steven Bergwijn ('83 , víti)
4-2 Victor Osimhen ('89 )

B-riðill:

Atletico Madrid 0 - 0 Club Brugge
Rautt spjald: Kamal Sowah, Club Brugge ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner