Patrik Sigurður Gunnarsson og félagar hans í norska liðinu Viking eru komnir áfram í 16-liða úrslit norska bikarsins eftir að hafa unnið Kristianstund, 1-0, í kvöld.
Leikurinn var spilaður á heimavelli Viking og var Patrik í rammanum hjá Viking.
Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná hjá Kristiansund í hálfleik en liðunum.
Patrik átti flottan leik gegn Kristiansund og tók nokkrar mikilvægar vörslur, meðal annars eina gegn Brynjólfi.
Viking gerði síðan sigurmarkið í framlengingu og tryggði sig áfram í 16-liða úrslit bikarsins á meðan Kristiansund þarf að sitja eftir með sárt ennið.
Athugasemdir