Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra hættir ekki strax en var mögulega að missa af stóra draumnum
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sandra Sigurðardóttir hefur verið algjörlega stórkostleg í þeim leikjum sem hún hefur spilað með landsliði og félagsliði sínu undanfarna mánuði og ár.

Sandra, sem er 36 ára, var í markinu hjá Íslandi er stelpurnar okkar töpuðu gegn Portúgal í umspilinu fyrir HM í gærkvöldi.

„Ég tek mér örugglega nokkrar vikur í að jafna mig á þessu," sagði Sandra eftir leikinn en hún ætlar ekki að hætta í fótbolta strax.

„Ég er búin að eiga gott tímabil, já já. En þetta var stóri draumurinn minn og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég ætla mér að halda áfram í fótbolta. Mér finnst það gaman og það hefur gengið vel."

Mögulega var þetta síðasta tækifæri Söndru að spila á HM, en næsta mót fer fram 2027.

Sandra átti ótrúlega gott tímabil með Val þar sem liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Sandra: Hvað var fólk að taka þegar það ákvað þetta?
Athugasemdir
banner
banner
banner