Antonio Rudiger, varnarmaður Real Madrid, varð alblóðugur eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni í gær. Hann lenti í harkalegum árekstri við markvörðinn Anatolii Trubin sekúndubroti eftir að hann skallaði boltann.
Nú hefur verið greint frá því að 20 spor hafi verið saumuð í andlit Rudiger eftir leikinn. Miðað við mynd á Instagram virðist hann þó hafa verið í góðu skapi í flugvélinni á leið heim.
„Það sem drepur þig ekki það styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir allar kveðjurnar," skrifaði hann á samfélagsmiðla en mark hans tryggði Real Madrid sæti í 16-liða úrslitum.
Rudiger er á leið í ítarlega skoðun hjá læknaliði Real Madrid og verður mögulega frá í einhvern tíma. Real Madrid tekur á móti Barcelona í El Clasico á sunnudaginn.
Athugasemdir