Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur tilkynnir að Arnar tekur við (Staðfest)
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur tilkynnt það að Arnar Grétarsson muni taka við karlaliði félagsins fyrir næstu leiktíð.

Þetta hefur verið verst geymda leyndarmál fótboltans síðustu vikur, eftir að Arnar var látinn fara frá KA. Akureyrarfélagið ákvað að skipta um þjálfara eftir að Arnar náði munnlegu samkomulagi við Val.

Hann tekur við Val af Ólafi Jóhannessyni sem hefur stýrt Val frá því að Heimir Guðjónsson var rekinn fyrr í sumar. Arnar tekur við eftir tímabilið.

Valur er í fjórða sæti Bestu deildarinnar og er að missa af Evrópusæti annað árið í röð.

Tilkynning Vals
Arnar Grétarsson og Knattspyrnufélagið Valur hafa gert með sér fjögurra ára samning og verður Arnar þjálfari meistaraflokks karla frá 1. nóvember næstkomandi. Arnar er margreyndur landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, lék með liðum eins og Glasgow Rangers, AEK Athens, KSC Lokeren og á 72 leiki með A landsliði Íslands.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk tók Arnar við sem tæknilegur ráðgjafi hjá AEK Athens í Grikklandi og síðar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge í Belgíu. Þjálfaraferill Arnars hófst hjá Breiðablik og síðar tók hann við liði Roeselare í Belgíu áður en hann tók við stjórnartaumum hjá KA.

Arnar býr yfir góðri menntun, hefur átt farsælan feril og hefur mikla reynslu sem mun skila sér í það metnaðarfulla starf sem er hjá Val og þær breytingar sem ráðist verður í.

Við bjóðum Arnar velkominn á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner