Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Xavi: Við eigum ekki skilið að spila í Meistaradeildinni
Xavi
Xavi
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Xavi segir að Barcelona ekki eiga skilið að spila í Meistaradeildinni eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við Inter á Nou Camp í kvöld.

Robert Lewandowski bjargaði Barcelona í uppbótartíma og skoraði jöfnunarmarkið, en hefði spænska liðið tapað þá væri Barcelona úr leik.

Barcelona er í 3. sæti með 4 stig, þremur stigum á eftir Inter, en það er ekki lengur í höndum Börsunga hvort liðið fari áfram eða ekki.

„Ef þú vinnur ekki Inter á heimavelli þá áttu ekki skilið að vera í þessari keppni. Á síðasta tímabili vorum við ekki nógu góðir til að vera í samkeppni við önnur lið, en á þessu tímabili erum við það og núna vorum það við sem gerðum mistökin."

„Ég er svakalega vonsvikinn, leiður, svekktur og reiður. Ég verð að líta eigin í barm og staðreyndin er sú að við eigum ekki skilið að spila í Meistaradeildinni. Það særir mig að segja þetta, en það er sannleikurinn,"
sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner