Sóknarmaðurinn Donyell Malen er að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa frá Borussia Dortmund.
Kaupverðið er um 26 milljónir evra en Fabrizio Romano segir frá þessu.
Kaupverðið er um 26 milljónir evra en Fabrizio Romano segir frá þessu.
Leikmaðurinn er á leið í læknisskoðun en hann sjálfur er búinn að ná persónulegu samkomulagi við Villa.
Malen er 25 ára gamall og með eitt og hálft ár eftir af samningi hjá Dortmund. Hann er aðeins búinn að skora fimm mörk og gefa eina stoðsendingu í 20 leikjum á tímabilinu en á síðustu leiktíð skoraði hann 15 og lagði upp fimm í 38 leikjum.
Hollenski landsliðsmaðurinn mun auka breiddina í sóknarleik Aston Villa en hann getur leyst flestar stöðurnar fremst á vellinum.
Athugasemdir