Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 11:21
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska bikarnum: 16 ára undrabarn í liði Liverpool - Alfons byrjar en Willum á bekknum
Rio Ngumoah er sagður einn efnilegasti leikmaður Bretlandseyja
Rio Ngumoah er sagður einn efnilegasti leikmaður Bretlandseyja
Mynd: Getty Images
Alfons Sampsted byrjar en Willum er á bekknum
Alfons Sampsted byrjar en Willum er á bekknum
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð enska bikarsins heldur áfram í dag og fara fyrstu leikirnar af stað í hádeginu.

Liverpool tekur á móti D-deildarliði Accrington Stanley klukkan 12:15 og gerir Arne Slot þónokkrar breytingar.

Sérstaka athygli vekur að hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha spilar sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool en hann kom til félagsins frá Chelsea á síðasta ári. Hann er talinn eitt mesta efni Bretlandseyja og hafa stuðningsmenn Liverpool beðið óþreyjufullir eftir því að sjá hann á vellinum.

Byrjunarlið Liverpool gegn Accrington Stanley: Kelleher, Alexander-Arnold, Endo, Quansah, Morton, Szoboszlai, Elliott, Ngumoha, Nunez, Jota.

Blikarnir í Birmingham mæta Lincoln á St. Andrews leikvanginum í Birmingham klukkan 12:00. Alfons Sampsted fær tækifærið í liðinu en Willum Þór Willumsson er á bekknum.

Vitor Pereira hefur þá tilkynnt byrjunarlið Wolves fyrir leikinn gegn Bristol City. Hann stillir upp sterku liði gegn B-deildarliðinu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Byrjunarlið Wolves gegn Bristol City: Johnstone, Doherty, Bueno, Agbadou, Ait Nouri, R. Gomes, J. Gomes, Andre, Guedes, Strand Larsen, Hwang.

Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers og íslenska landsliðsins, er ekki með liðinu gegn Middlesbrough í dag, en hann er enn að jafna sig af meiðslum. Samkvæmt John Eustace, stjóra Blackburn, styttist í að hann verði klár í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner