Karim Benzema, framherji Al-Ittihad í sádi-arabíska boltanum, gefur lítið fyrir orðróma sem segja hann vera að hugleiða að leggja fótboltaskóna á hilluna.
Benzema er 37 ára gamall og er búinn að skora 12 mörk í 13 leikjum á yfirstandandi tímabili, auk þess að gefa 3 stoðsendingar.
Honum virðist líða vel í Sádi-Arabíu og er með 18 mánuði eftir af samningi sínum við Al-Ittihad.
„Þetta eru falsfréttir gripnar úr lausu lofti. Ég hef aldrei nefnt það að leggja skóna á hilluna. Mér líður vel, ég get spilað í mörg ár í viðbót," sagði Benzema við Marca í dag.
Benzema fór víðan völl í viðtali við Marca og ræddi meðal annars um Real Madrid.
„Ég hef engar efasemdir um að Real Madrid sé besta félagslið í heiminum. Þeir munu sanna það aftur með að sigra stóra titla í ár."
16.12.2024 14:30
Benzema sagður ætla að leggja skóna á hilluna
Athugasemdir