Ítalskir fjölmiðlar segja að Napoli ætli að gera Manchester United 45 milljóna evra tilboð í Argentínumanninn Alejandro Garnacho.
Verðmiði Manchester United á þessum tvítuga leikmanni er þó mun hærri eða í kringum 60 milljónir.
Verðmiði Manchester United á þessum tvítuga leikmanni er þó mun hærri eða í kringum 60 milljónir.
Georgíski vængmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia verður væntanlega seldur til Paris Saint-Germain í janúarglugganum og Antonio Conte, stjóri Napoli, vill fá Garnacho í hans stað.
David Neres hefur staðið sig vel í fjarveru Kvaratskhelia en Conte vill auka á möguleika sína sóknarlega til að halda áfram baráttunni um ítalska meistaratitilinn.
Garnacho byrjaði í sigrinum gegn Arsenal í FA-bikarnum en hafði ekki byrjað í sex leikjum þar á undan.
Athugasemdir