Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Rashford hvergi sjáanlegur er Man Utd ferðaðist til Lundúna
Mynd: EPA
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, var hvergi sjáanlegur er liðið ferðaðist til Lundúna í leik liðsins gegn Arsenal í enska bikarnum í dag.

Daily Mail segir að leikmaðurinn hafi ekki verið mættur á lestarstöðina í Stockport ásamt hópnum og því talið að hann verði ekki í hópnum í dag.

Rashford hefur sjálfur sagt frá því að hann sé reiðubúinn að taka næsta skref ferilsins og reyna fyrir sér annars staðar en fjölmörg stórlið eru að skoða það að fá hann.

Samkvæmt ensku miðlunum er Man Utd opið fyrir því að leyfa honum að fara en helst á láni og skoða síðan stöðuna aftur í sumar.

Man Utd þyrfti að greiða með Rashford ef hann fer á láni vegna himinhárra launa hans sem eru í kringum 300 þúsund pund á viku.

Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur skorað 7 mörk í 24 leikjum með United á tímabilinu en ekki spilað síðasta mánuðinn. Ruben Amorim skildi hann eftir utan hóps fjóra leiki í röð í desember.

Hann snéri aftur í hópinn gegn Newcastle en kom ekkert við sögu. Að sögn félagsins hefur hann verið að glíma við veikindi síðustu daga og því ekki valinn í leikinn gegn Liverpool í byrjun ársins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner