Napoli er búið að staðfesta félagaskipti danska miðjumannsins Philip Billing til félagsins frá enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth.
Billing kemur á lánssamningi sem gildir út tímabilið og getur Napoli keypt leikmanninn fyrir 9 milljónir punda.
Billing er 28 ára gamall miðjumaður og mun meðal annars berjast við Scott McTominay og Billy Gilmour um sæti í byrjunarliðinu undir stjórn Antonio Conte.
Napoli greiðir hluta af launum Billing meðan hann er hjá félaginu en ekki er greint frá hversu stóran hluta.
Billing er fenginn til að hjálpa Napoli í titilbaráttu ítalska boltans þar sem liðið er óvænt á toppi deildarinnar með 44 stig eftir 19 umferðir.
Billing á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Bournemouth en hann hefur spilað yfir 200 keppnisleiki fyrir félagið.
Billing á fimm A-landsleiki að baki fyrir Danmörku og hefur einnig leikið fyrir Huddersfield Town á ferlinum.
? Philip #Billing is #ProudToBeNapoli
— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) January 11, 2025
???? #WelcomeBilling
???? #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/f3MyBieHCU
Athugasemdir