Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   sun 12. janúar 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Eigum alltof mikið af hæfileikaríkum miðjumönnum
Mynd: EPA
Mynd: Chelsea
Miðjumaðurinn Carney Chukwuemeka var ekki partur af leikmannahópi Chelsea sem rúllaði yfir Morecambe í enska bikarnum í gær.

Enzo Maresca þjálfari Chelsea vill að leikmaðurinn fari út á láni í janúar vegna þess að það er ekkert pláss fyrir hann í liðinu hjá Chelsea.

„Carney er góður leikmaður en við erum með alltof mikið af hæfileikaríkum miðjumönnum í hópnum hjá okkur. Hann verður að fara annað ef hann vill fá einhvern spiltíma," sagði Maresca.

Chukwuemeka hefur meðal annars verið orðaður við Borussia Dortmund, AC Milan og Barcelona að undanförnu en þessi öflugi miðjumaður er ennþá með þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Chelsea.

Chukwuemeka, 21 árs, er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi og hefur verið lykilmaður upp yngri landslið Englands, þar sem hann á 7 mörk í 25 landsleikjum.

Maresca var þá spurður hvort Chelsea sé í leit að nýjum miðverði í janúar, þar sem félagið hefur verið orðað sterklega við Marc Guéhi og Trevoh Chalobah hjá Crystal Palace. Þá hefur Renato Veiga verið orðaður við brottför frá Chelsea í janúar.

„Við erum í fínni stöðu þegar kemur að miðvörðum. (Benoit) Badiashile er að koma aftur eftir meiðsli og Josh Acheampong er að gera góða hluti. Svo eru Axel (Disasi) og Levi (Colwill) líka til í slaginn.

„Renato Veiga er okkar leikmaður og við erum ánægðir með hann. Hann mun fá fleiri tækifæri til að spila með aðalliðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner