Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Kane gerði eina markið í Gladbach
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Borussia M'Gladbach 0 - 1 FC Bayern
0-1 Harry Kane ('68, víti)

Borussia Mönchengladbach tók á móti stórveldi FC Bayern í lokaleik dagsins í þýsku deildinni og var staðan markalaus í leikhlé.

Bayern var talsvert sterkari aðilinn í dag og stjórnaði gangi mála bæði fyrir og eftir leikhléð, en átti í miklum erfiðleikum með að koma boltanum í netið.

Moritz Nicolas átti stórleik á milli stanga heimamanna í Gladbach en honum tókst þó ekki að verja vítaspyrnu frá Harry Kane á 68. mínútu.

Sú vítaspyrna reyndist sigurmarkið í leiknum þrátt fyrir gríðarlegan og stöðugan sóknarþunga Bayern. Gladbach átti nokkrar fínar rispur í síðari hálfleiknum en tókst ekki að skora.

Bayern er með fjögurra stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir þennan sigur. Gladbach er um miðja deild með 24 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner