Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 17:17
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: KR valtaði yfir Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 6 - 0 Fjölnir
Aron Sig (2)
Eiður Gauti
Júlíus Mar
Matthias Præst
Gabríel Hrannar

KR tók á móti Fjölni í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins og gjörsamlega rúllaði yfir andstæðinga sína með sex marka sigri.

Eiður Gauti Sæbjörnsson, Aron Sigurðarson og Júlíus Mar Júlíusson skoruðu allir í fyrri hálfleik og var staðan 3-0 í leikhlé á KR-velli.

Heimamenn héldu áfram að skora í síðari hálfleik þar sem Matthias Præst Nielsen og Gabríel Hrannar Eyjólfsson komust einnig á blað á meðan Aron Sig gerði sitt annað mark.

Aron fyrirliði var því atkvæðamestur með tvö mörk í þessum 6-0 sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner