Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Lærisveinar Lampard áfram eftir vítaspyrnur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Coventry 1 - 1 Sheffield Wed
1-0 Liam Kitching ('26)
1-1 Anthony Musaba ('93)
4-3 í vítaspyrnukeppni

Coventry City tók á móti Sheffield Wednesday í lokaleik kvöldsins í enska bikarnum og úr varð afar tíðindalítil viðureign þar sem mikið miðjumoð og barátta einkenndi leikinn.

Liam Kitching skoraði á 26. mínútu og hélt Coventry forystunni allt þar til í uppbótartíma seinni hálfleiks, þegar Anthony Musaba jafnaði eftir undirbúning frá Josh Windass.

Það var lítið um færi í leiknum og var framlengingin afar bragðdauf, þar sem bæði lið virtust vera sátt með að útkljá slaginn með vítaspyrnum.

Lærisveinar Frank Lampard í liði Coventry höfðu betur í vítaspyrnukeppninni, þrátt fyrir að hafa lent undir þegar Jake Bidwell klúðraði sinni spyrnu.

Tveir leikmenn Sheffield áttu þó eftir að brenna af og hafði Coventry að lokum betur 4-3 í vítakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner