Crystal Palace er að landa fyrstu kaupum janúargluggan en hinn ungi og efnilegi Romain Esse er að ganga í raðir félagsins frá Millwall.
Esse er 19 ára gamall vængmaður sem á að baki yfir 50 leiki fyrir fyrir aðallið Millwall.
Á þessu tímabili hefur hann skorað fimm mörk í ensku B-deildinni og þá aðallega spilað á hægri kantinum.
Englendingurinn á að baki 20 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað tvö mörk.
Fabrizio Romano segir að Esse sé nú að taka stökkið í ensku úrvalsdeildina en Crystal Palace hefur náð munnlegu samkomulagi við Millwall um kaup á honum.
Enskir miðlar halda því fram að Palace greiði Millwall um 14,5 milljónir punda sem gerir hann að stærstu sölu í sögu B-deildarfélagsins.
Athugasemdir