Alexander Isak og Nuno Espirito Santo voru valdir bestir í ensku úrvalsdeildinni í desember.
Isak hefur verið í miklu stuði með Newcastle og gerði hann sér lítið fyrir í desember þar sem honum tókst að skora 8 mörk í 6 leikjum.
Hann hefur haldið áfram að skora í janúar og virðist ekkert ætla að hægja á sér á næstunni.
Espirito Santo hefur verið frábær við stjórnvölinn hjá Nottingham Forest á tímabilinu og er liðið í öðru sæti ensku deildarinnar við hlið Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Forest vann fimm leiki í röð í desember eftir að hafa tapað fyrir Manchester City í byrjun mánaðar.
Athugasemdir