Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Skotmark Liverpool og Man Utd fær ekki að fara í þessum glugga
Mynd: Getty Images
Ungverski vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez mun klára tímabilið með Bournemouth en þetta segir enski vefmiðillinn Mirror í dag.

Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur heillað alla upp úr skónum á þessu tímabili.

Hann hefur gefið þrjár stoðsendingar og gert eitt mark í tuttugu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og átt stóran þátt í góðum árangri Bournemouth.

Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eru sögð horfa hýru auga til Kerkez og vilja þau bæði landa honum í þessum mánuði, en Mirror segir það útilokað.

Bournemouth, sem festi á dögunum kaup á argentínska vinstri bakverðinum Julio Soler frá Lanus, ætlar ekki að leyfa Kerkez að fara í þessum glugga og verður það því í fyrsta lagi mögulegt í sumar.

Kerkez er ein af fjórum stjörnum Bournemouth sem mega ekki fara undir neinum kringumstæðum en þeir Dean Huijsen, Antoine Semenyo og Illia Zabarnyi eru hinar þrjár stjörnurnar.

Liverpool er í leit að vinstri bakverði til þess að berjast við Andy Robertson um stöðuna en staðan hefur einnig verið stórt vandamál hjá Man Utd síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner