Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   sun 12. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal tekur á móti Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fara sjö leikir fram í enska FA bikarnum í dag þar sem fjörið hefst í Hull í hádeginu og mætir Tottenham til leiks skömmu síðar, á útivelli gegn utandeildarliði Tamworth.

Arsenal tekur svo á móti Manchester United í stórleik dagsins og helgarinnar á Englandi. Liðin eigast við á Emirates leikvanginum og verður fróðlegt að sjá hverjir verða hvíldir.

Leikjaálagið er gríðarlegt og þá sérstaklega hjá Arsenal sem er að spila sinn fjórða leik frá áramótum. Man Utd er aðeins að spila sinn annan leik frá áramótum.

Crystal Palace, Ipswich Town, Newcastle og Southampton eiga svo heimaleik gegn liðum úr neðri deildum enska boltans.

Leikir dagsins:
12:00 Hull City - Doncaster Rovers
12:30 Tamworth - Tottenham
15:00 Arsenal - Man Utd
15:00 Crystal Palace - Stockport
15:00 Ipswich Town - Bristol R.
15:00 Newcastle - Bromley
16:30 Southampton - Swansea
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner