Vinstri bakvörðurinn bráðefnilegi Diego León er að ljúka félagaskiptum sínum til Manchester United.
León er aðeins 17 ára gamall en þykir gríðarlega öflugur og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Cerro Porteno undanfarna mánuði.
Hinn 17 ára gamli León er á leið í læknisskoðun hjá Man Utd og mun hann skrifa undir forsamning ef allt gengur upp. Þegar því er lokið snýr León aftur til Paragvæ þar sem hann mun leika með Cerro Porteno þar til í sumar.
León má ekki skrifa undir atvinnumannasamning við Man Utd fyrr en eftir 18. afmælisdaginn sinn, sem er 3. apríl.
„Ég er á leið í læknisskoðunina. Ég er mjög ánægður og spenntur fyrir þessu öllu saman. Ég leyfi umboðsmanninum mínum að sjá alfarið um þessi mál, ég einbeiti mér bara að því að spila fótbolta. Ég kem aftur frá Englandi á þriðjudaginn," sagði León meðal annars í útvarpsviðtali í Paragvæ.
León er landsliðsmaður U20 landsliðs Paragvæ og segist nú þegar vera búinn að spjalla við samlanda sinn Antolín Alcaraz, fyrrum leikmann Wigan og Everton, um hvernig lífið sé á Englandi.
„Ég er byrjaður að læra tungumálið og er aðeins búinn að kynna mér hvernig er að búa á Englandi."
Athugasemdir