Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir bikarleikinn gegn Tamworth en liðin eigast við klukkan 12:30 á Lamb Ground í Tamworth.
Tékkneski markvörðurinn Antonin Kinsky heldur sæti sínu í markinu eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool í enska deildabikarnum.
Timo Werner og hinn 17 ára gamli Mikey Moore eru í byrjunarliðinu en þá er Ange með nokkra sterka leikmenn á bekknum.
Byrjunarlið Tottenham: Kinsky, Porro, Dragusin, Gray, Reguilon, Sarr, Bissouma, Maddison, Johnson, Werner, Moore.
Tamworth spilar í E-deildinni á Englandi og hefur aldrei áður komist í 4. umferð enska bikarsins. Þetta er hins vegar í fjórða sinn sem liðið kemst í þriðju umferð.
Your Spurs side in the FA Cup ????
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 12, 2025
???? @krakenfx pic.twitter.com/nVzgRk9ABY
Athugasemdir