Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 11:47
Brynjar Ingi Erluson
17 ára í byrjunarliði Tottenham - Kinsky áfram í markinu
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir bikarleikinn gegn Tamworth en liðin eigast við klukkan 12:30 á Lamb Ground í Tamworth.

Tékkneski markvörðurinn Antonin Kinsky heldur sæti sínu í markinu eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool í enska deildabikarnum.

Timo Werner og hinn 17 ára gamli Mikey Moore eru í byrjunarliðinu en þá er Ange með nokkra sterka leikmenn á bekknum.

Byrjunarlið Tottenham: Kinsky, Porro, Dragusin, Gray, Reguilon, Sarr, Bissouma, Maddison, Johnson, Werner, Moore.

Tamworth spilar í E-deildinni á Englandi og hefur aldrei áður komist í 4. umferð enska bikarsins. Þetta er hins vegar í fjórða sinn sem liðið kemst í þriðju umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner