Diego Jóhannesson Pando hefur lagt skóna á hilluna aðeins 31 árs að aldri en hann tilkynnti þetta í dag.
Hægri bakvörðurinn er fæddur og uppalinn á Spáni en er með íslenskt vegabréf í gegn föður sinn.
Það var í desember árið 2014 sem Diego komst í fréttirnar hér á Íslandi er hann spilaði með Real Oviedo en hann mætti þá Alfreð Finnbogasyni og félögum í Real Sociedad í spænska konungsbikarnum.
Í kjölfarið kom hann í einkaviðtal hér á Fótbolta.net þar sem hann lýsti yfir því að draumur hans væri að spila fyrir íslenska landsliðið, draumur sem rættist í janúar árið 2016.
Alls spilaði hann þrjá leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, en hann var síðast valinn í nóvember árið 2017.
Árið 2021 samdi hann við Albacete á Spáni en meiddist illa á hné snemma árs 2022 og náði aldrei að jafna sig almennilega af meiðslunum.
Diego fór í nokkrar aðgerðir í von um að geta komist aftur á völlinn og fékk meira að segja að nota aðstöðu Albacete til að komast aftur af stað þó samningur hans væri runnin út.
Fyrrum landsliðsmaðurinn hefur nú ákveðið að kalla þetta gott en hann tilkynnti þetta fyrir leik Albacete og Racing Santander í spænsku B-deildinni í dag.
Einnig mun hann fá þann heiður að taka upphafssparkið í leiknum en þetta kemur fram á Deportes CMM.
Diego spilaði 172 leiki á ferlinum og skoraði 7 mörk ásamt því að leggja upp 13 mörk með Albacete, Oviedo og Cartagena.
FÚTBOL | ALBACETE
— Deportes CMM (@DeportesCMM) January 11, 2025
???? SE RETIRA
???? Diegui Johanesson @diegui_johan anuncia su retirada del fútbol
?? El jugador ha sufrido un calvario con las lesiones de rodilla y no tenía ficha @AlbaceteBPSAD
??Hará hoy el saque de honor ante el @realracingclub
???? Síguelo en #CLMenJuego pic.twitter.com/FUJnGfW04x
Athugasemdir