Crystal Palace, Ipswich og Newcastle United eru öll komin áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Leikur Arsenal og Manchester United er hins vegar á leið í framlengingu, en staðan eftir venjulegan leiktíma þar er 1-1.
Eberechi Eze skoraði sigurmark Palace í 1-0 sigrinum á Stockport County.
Eze skoraði mark sitt á 4. mínútu leiksins og dugði það í dag. Það áhugaverðasta fyrir Íslendinga var það að Benoný Breki Andrésson þreytti frumraun sína með Stockport.
Hann kom til félagsins frá KR um áramótin og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í tapinu í dag.
Ipswich Town vann öruggan 3-0 sigur á Bristol Rovers. Kalvin Phillips, Jack Clarke og Jack Taylor skoruðu mörkin.
Ali Al Hamadi gat bætt við þriðja markinu í byrjun síðari hálfleiks en klikkaði af vítapunktinum.
Newcastle United lenti í vandræðum í byrjun leiks í 3-1 sigri liðsins á D-deildarliði Bromley.
Velski miðjumaðurinn Cameron Congreve kom Bromley óvænt í forystu á 8. mínútu leiksins en hún varði aðeins í átta mínútur því hinn 18 ára gamli Lewis Miley svaraði eftir stoðsendingu Matt Targett.
Anthony Gordon og Bruno Guimaraes komu inn í hálfleik og var það Gordon sem kom Newcastle í forystu með marki úr víti í byrjun síðari hálfleiksins.
William Osula skoraði síðan þriðja markið eftir stoðsendingu Guimaraes þegar hálftími var eftir.
Það er þá mikið fjör í stórleik umferðarinnar en Arsenal er að gera þar jafntefli við Manchester United á Emirates.
Bruno Fernandes tók forystuna fyrir United á 52. mínútu með laglegu skoti úr teignum eftir sendingu Alejandro Garnacho en nokkrum mínútum síðar fékk Diogo Dalot að lít sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Gabriel Magalhaes jafnaði metin tveimur mínútum eftir rauða spjaldið með skoti úr teignum. Arsenal gat tekið forystuna þegar tuttugu mínútur voru eftir er Harry Maguire reif Kai Havertz niður í teignum.
Martin Ödegaard, sem hafði aldrei klúðrað vítaspyrnu á atvinnumannaferli sínum, lét Altay Bayindir verja frá sér og flaug þetta 100 prósent met Ödegaard út um gluggann.
Arsenal hefur fengið nokkra góða sénsa eftir vítaspyrnuklúðrið. Bayindir varði frábærlega frá Declan Rice og þá klúðraði Havertz dauðafæri um það bil einum metra frá marki.
Staðan er enn 1-1 og framlenging að hefjast.
Arsenal 1 - 1 Manchester Utd (Framlenging í gangi)
0-1 Bruno Fernandes ('52 )
1-1 Gabriel Magalhaes ('63 )
1-1 Martin Odegaard ('72 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Diogo Dalot, Manchester Utd ('61)
Crystal Palace 1 - 0 Stockport
1-0 Eberechi Eze ('4 )
Ipswich Town 3 - 0 Bristol Rovers
1-0 Kalvin Phillips ('18 )
2-0 Jack Clarke ('24 )
3-0 Jack Taylor ('37 )
3-0 Ali Al-Hamadi ('52 , Misnotað víti)
Newcastle 3 - 1 Bromley
0-1 Cameron Congreve ('8 )
1-1 Lewis Miley ('16 )
2-1 Anthony Gordon ('49 , víti)
3-1 William Osula ('61 )
Athugasemdir