Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Al-Hilal tók toppsætið af Al-Ittihad
Mynd: EPA
Mynd: Al Ittihad
Mynd: Getty Images
Það fóru þrír leikir fram í stjörnum prýddri sádi-arabískri deild í dag og voru sviptingar í toppbaráttunni.

Ríkjandi meistarar Al-Hilal heimsóttu Al-Orubah og skópu þægilegan fimm marka sigur þar sem Rúben Neves, Renan Lodi og Marcos Leonardo voru meðal markaskorara.

Malcom, Sergej Milinkovic-Savic, Kalidou Koulibaly og Joao Cancelo voru einnig í byrjunarliði Al-Hilal ásamt markverðinum Bono.

Al-Hilal fór á topp deildarinnar með þessum sigri, en Al-Ittihad gat endurheimt toppsætið með sigri á útivelli gegn fallbaráttuliði Al-Feiha síðar um daginn, en sú viðureign reyndist afar flókin.

Eftir steindauðan fyrri hálfleik skipti Al-Ittihad um gír eftir leikhlé en gat ekki skorað. Karim Benzema klúðraði vítaspyrnu á 57. mínútu og brenndi Houssem Aouar einnig af frá vítapunktinum á 88. mínútu.

Heimamenn í Al-Feiha svöruðu þessu með marki á 91. mínútu frá Fashion Sakala, fyrrum leikmanni Rangers, og tóku þannig 1-0 forystu í uppbótartíma.

Gestirnir í liði Al-Ittihad gátu ekki sætt sig við að tapa þessum slag og tókst þeim að jafna skömmu síðar með marki frá Fawaz Al-Saqour, eftir undirbúning frá Steven Bergwijn.

Auk Bergwijn, Benzema og Aouar mátti finna Fabinho og Danilo Pereira í byrjunarliði Al-Ittihad. Stjörnunum í liði gestanna tókst þó ekki að hirða sigurinn í uppbótartíma og urðu lokatölur 1-1.

Al-Ittihad er þar af leiðandi í öðru sæti á markatölu, með 37 stig eftir 14 umferðir. Cristiano Ronaldo og félagar í liði Al-Nassr sitja í þriðja sæti, níu stigum eftir toppliðunum.

Nacho Fernandez, Pierre-Emerick Aubameyang og félagar í liði Al-Qadisiya steinlágu þá á heimavelli gegn Al-Taawon, þar sem Musa Barrow var hetjan og skoraði tvennu fyrir gestina.

Al-Qadisiya deilir þriðja sæti deildarinnar með Al-Nassr eftir þetta tap á heimavelli, en Al-Taawon er um miðja deild.

Al-Orubah 0 - 5 Al-Hilal
0-1 Ruben Neves ('16)
0-2 A. Al-Bulayhi ('48)
0-3 Renan Lodi ('68)
0-4 Marcos Leonardo ('75)
0-5 Marcos Leonardo ('78)

Al-Feiha 1 - 1 Al-Ittihad
0-0 Karim Benzema, misnotað víti ('57)
0-0 Houssem Aouar, misnotað víti ('88)
1-0 Fashion Sakala ('91)
1-1 F. Al-Saqour ('93)

Al-Qadisiya 0 - 3 Al-Taawon
0-1 Musa Barrow ('1)
0-2 W. Al-Ahmad ('33)
0-3 Musa Barrow ('75)
Rautt spjald: M. Mahzari, Al-Taawon ('51)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner