Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 14:07
Brynjar Ingi Erluson
Þungavigtarbikarinn: Gils með tvennu í stórsigri FH
Gils spilaði á láni hjá ÍR á síðasta tímabili en hann skoraði tvö fyrir FH-inga í gær
Gils spilaði á láni hjá ÍR á síðasta tímabili en hann skoraði tvö fyrir FH-inga í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 5 - 0 Vestri
1-0 Bjarni Guðjón Brynjólfsson
2-0 Kjartan Kári Halldórsson
3-0 Böðvar Böðvarsson
4-0 Gils Gíslason
5-0 Gils Gíslason

FH-ingar unnu sannfærandi 5-0 sigur gegn Vestra í Þungavigtarbikarnum í gær en þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu.

Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu fimmtán mínútunum en þeir Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Kjartan Kári Halldórsson og Böðvar Böðvarsson gerðu mörkin.

Leikurinn jafnaðist aðeins út eftir það áður en Gils Gíslason bætti við tveimur til viðbótar fyrir leikslok.

Margir ungir leikmenn sem voru í liði Vestra voru að spila sinn fyrsta leik.

Vestri mætir Stjörnunni næstu helgi á meðan FH spilar við Stjörnunni 25. janúar. Öll liðin leika í B-riðli.

Athugasemdir
banner
banner
banner