Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   sun 12. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Lára Hafliðadóttir ráðin sem styrktarþjálfari yngri landsliða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur ráðið Láru Hafliðadóttur til starfa hjá yngri landsliðum karla og kvenna. Þar mun hún hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun í fjarveru Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem er í fæðingarorlofi.

Lára er fædd 1987 og lék meðal annars fyrir Breiðablik, KR og HK/Víking í efstu deild kvenna á ferli sínum í íslenska boltanum, auk þess að spila 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hún býr yfir margra ára reynslu af líkamlegri þjálfun fótboltafólks ásamt því að hafa starfað sem fótboltaþjálfari.

Lára er með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá HR auk þess að vera með KSÍ-B þjálfaragráðu og þá er hún að hefja doktorsnám í líkamlegri þjálfun fótboltakvenna sem og UEFA Fitness A þjálfaranám.

Hún hefur sérhæft sig í mælingum, álagsstýringu, styrktar- og þolþjálfun knattspyrnufólks sem hún hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ undanfarin ár, en hún er með KSÍ-A leiðbeinendagráðu.

Hún starfar í dag sem ástandsþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Víkingi R. og U23 landsliði kvenna, auk þess að sinna rannsóknum við háskólann í Reykjavík og kenna íþróttavísindi í íþróttagrunnskólanum NÚ.
Athugasemdir
banner
banner
banner