Mikel Arteta þjálfari Arsenal svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær, en Arsenal tekur á móti Manchester United í FA bikarnum á sunnudaginn.
Arteta var meðal annars spurður út í leikmannamál Arsenal, hvort félagið ætli að styrkja hópinn sinn í janúarglugganum.
„Við erum að leita af réttu leikmönnunum, við erum ekki að fara að kaupa bara einhvern leikmann til að auka breiddina. Við þurfum réttan leikmann, einhvern sem getur bætt liðið. Það er mjög erfitt að gera það í janúarglugganum," sagði Arteta.
„Við erum með mikið af holum í leikmannahópinum okkar, það er margt sem við þurfum að bæta til að vera liðið sem við viljum vera. Það er mjög erfitt að finna rétta leikmenn og þegar þú finnur þá er erfitt að eiga efni á þeim.
„Við höfum fundið rétta leikmenn en ekki átt efni á þeim, það gerist líka."
Þarna var Arteta líklega að vísa til sænska framherjans Alexander Isak sem er að raða inn mörkunum með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir