Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 14:13
Brynjar Ingi Erluson
Hákon og Guðlaugur Victor byrja báðir í Lundúnum - Reece James snýr aftur í lið Chelsea
Hákon er í marki Brentford
Hákon er í marki Brentford
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor er í liði Plymouth
Guðlaugur Victor er í liði Plymouth
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson og Guðlaugur Victor Pálsson byrja báðir er Brentford tekur á móti Plymouth í 3. umferð enska bikarsins klukkan 15:00 í dag.

Leikurinn fer fram á Community-leikvanginum í Lundúnum og fá þeir báðir tækifæri til að sanna sig.

Hákon hefur verið að fá leiki í enska deildarbikarnum og gert mjög vel og þá kom hann mjög vel fyrir í fyrsta deildarleiknum á dögunum er hann hélt hreinu gegn Brighton.

Guðlaugur Victor hefur á meðan mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Plymouth en hann fær sénsinn í dag og mun væntanlega spila í varnarlínu enska B-deildarliðsins.

Það eru þá fleiri góðar fréttir úr herbúðum Brentford en enski vinstri bakvörðurinn Rico Henry er að spila sinn fyrsta leik í meira en ár.

Enzo Maresca stillir upp nokkuð sterku liði Chelsea gegn Morecambe á Stamford Bridge.

Christopher Nkunku, Joao Felix og Pedro Neto eru allir í liðinu og þá snýr Reece James aftur úr meiðslum.

Byrjunarlið Chelsea gegn Morecambe: Jörgensen, Adarabioyo, Disasi, George, Guiu, James, Felix, Lavia, Neto, Nkunku, Veiga.

Leikirnir sem hefjast klukkan 15:00:
15:00 Bournemouth - West Brom
15:00 Brentford - Plymouth
15:00 Chelsea - Morecambe
15:00 Exeter - Oxford United
15:00 Norwich - Brighton
15:00 Nott. Forest - Luton
15:00 Preston NE - Charlton Athletic
15:00 Reading - Burnley
15:00 Sunderland - Stoke City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner