Lukas Podolski er 39 ára gamall en hann leikur enn með Gornik Zabrze í Póllandi.
Hann leikur oft heila leiki fyrir liðið þrátt fyrir aldurinn en pólska deildin fór í vetrarfrí snemma í desember.
Podolski ákvað því að skella sér í innanhúsfótbolta og lék þar með liði Gornik Zabrze á dögunum.
Hann var heppinn að vera ekki rekinn af velli í stöðunni 4-1 eftir afar ljótt brot á Jakub Siedlecki, leikmanni Wisloka Debica sem leikur í fjórðu efstu deild í Póllandi.
Podolski var heitt í hamsi eftir brotið og í stað þess að biðjast fyrirgefningar snöggreiddist hann og ákvað að öskra á andstæðing sinn sem lá eftir í jörðinni og kasta boltanum í hann. Fyrir það fékk Podolski, sem bar fyrirliðabandið, gult spjald, en andstæðingurinn haltraði af velli.
Lukas Podolski brutal foul at an indoor tournament
byu/4gjdtokurwa insoccer
Athugasemdir