Bakvörðurinn öflugi Kyle Walker gæti verið að skipta um félag en hann er ekki í leikmannahópi Manchester City í enska bikarnum í dag.
Walker hefur verið orðaður við félagaskipti til Sádi-Arabíu en hann er 34 ára gamall og ennþá með eitt og hálft ár eftir af samningi hjá City.
Pep Guardiola þjálfari Man City neitaði að tjá sig um mögulegan áhuga frá Sádi-Arabíu á leikmanninum þegar hann var spurður á fréttamannafundi fyrir leikinn.
Talið er að Walker hafi mikinn áhuga á því að skipta yfir til Sádi-Arabíu þar sem hann myndi fá launahækkun og meiri spiltíma. Hann hefur aðeins byrjað 9 úrvalsdeildarleiki það sem af er tímabils.
Athugasemdir