Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Athletic er búið að leggja fram tilboð í portúgalska bakvörðinn Alberto Costa sem er samningsbundinn Vitoria Guimaraes í heimalandinu.
Costa er 21 árs gamall hægri bakvörður sem hefur staðið sig feyki vel með Vitória á tímabilinu og vakið mikla athygli á sér.
Sporting CP er talið leiða kapphlaupið um bakvörðinn en Brighton skarst inn í leikinn með sínu kauptilboði og núna er ítalska stórveldið Juventus einnig að blanda sér í málin.
Cristiano Giuntoli yfirmaður fótboltamála hjá Juve hefur miklar mætur á honum og er Costa einn af þremur leikmönnum sem liðið er að reyna að kaupa í janúar, auk Ronald Araújo frá Barcelona og Randal Kolo Muani frá PSG.
Tilboðin í Costa hljóða upp á 12 milljónir evra og er Sporting talinn vera líklegasti áfangastaður bakvarðarins.
Athugasemdir