Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 10:21
Brynjar Ingi Erluson
Mikil barátta um miðjumann Wolves - Barcelona og Mónakó á eftir Rashford
Powerade
Fer Joao Gomes frá Wolves?
Fer Joao Gomes frá Wolves?
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er eftirsóttur
Marcus Rashford er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Er Diego Carlos á förum frá Villa?
Er Diego Carlos á förum frá Villa?
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er opinn og þá er nóg af slúðri en Marcus Rashford, Randal Kolo Muani og Harvey Elliott koma allir við sögu í Powerade-pakka dagsins.

Aston Villa hefur hækkað tilboð sitt í hollenska framherjann Donyell Malen (25), sem er á mála hjá Borussia Dortmund, upp í 21 milljón pund, en þýska félagið er staðráðið í því að fá rúmar 25 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmanninn. (Florian Plettenberg)

Manchester United, Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Joao Gomes (23), miðjumanni Wolves. (Sun)

Mónakó er komið í kapphlaupið um Marcus Rashford (27), sóknarmann Manchester United. (Telegraph)

Barcelona hefur einnig áhuga á Rashford. (Fabrizio Romano)

Paris Saint-Germain er áhugasamt um að fá kólumbíska framherjann Jhon Duran (21) frá Aston Villa. (RMC Sport)

Manchester United er að gera allt til þess að hafa betur í baráttunni við Tottenham um franska landsliðsmanninn Randal Kolo Muani (26), sem er á mála hjá Paris Saint-Germain. (Teamtalk)

Borussia Dortmund hefur áhuga á Kevin Schade (23), leikmanni Brentford á Englandi. (Sky Sports)

Graham Potter, nýr stjóri West Ham, vill fá Kiernan Dewsbury-Hall (26) og Ben Chilwell (28) frá Chelsea. (Teamtalk)

Brighton og Borussia Dortmund hafa áhuga á því að fá Harvey Elliott (21), leikmann Liverpool og enska U21 árs landsliðsins. (Sun)

Ipswich er að skoða þann möguleika á að fá hinn 36 ára gamla Nemanja Matic frá Lyon. (Florian Plettenberg)

Danski miðjumaðurinn Philip Billing (28) er mættur til Ítalíu til að ganga frá lánssamningi við Napoli, en hann kemur til félagsins frá Bournemouth. (Fabrizio Romano)

Everton er að íhuga tilboð í Ernest Nuamah (21), leikmann Lyon og Gana. (RMC Sport)

Leicester hefur náð samkomulagi við Parma um franska bakvörðinn Woyo Coulibaly (25). (Gianluca Di Marzio)

Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur rætt við Aston Villa varðandi kaup á brasilíska miðverðinum Diego Carlos (31) en hann gæti verið falur fyrir 10 milljónir punda. (Sky Sports)

Tyrell Malacia (25), vinstri bakvörður Manchester United, er á innkaupalista ítalska félagsins Como. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner