Enzo Maresca þjálfari Chelsea svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn Morecambe í enska FA bikarnum.
Chelsea spilar á heimavelli gegn andstæðingum sínum úr fjórðu deildinni og er ljóst að leikmenn sem hafa ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni fá að spreyta sig í dag.
Cesare Casadei og Ben Chilwell eru þó ekki tveir af þeim, þar sem þeir eru báðir að reyna að komast burt frá Chelsea í janúarglugganum og staðfesti Maresca þær fregnir meðal annars á fundinum.
„Þeir eru að hugsa sér til hreyfings," svaraði Maresca og sneri sér svo að Trevoh Chalobah, varnarmanni Chelsea sem leikur á láni hjá Crystal Palace og gæti verið endurkallaður heim á næstu vikum.
„Við vitum að Trev er góður leikmaður en þessa stundina er hann hjá Crystal Palace þannig við verðum að sjá til hvað gerist."
Maresca staðfesti einnig áhuga sinn á Marc Guéhi varnarmanni Palace og ræddi meiðsli Wesley Fofana, sem gæti snúið aftur á völlinn áður en tímabilinu lýkur.
„Wes líður eins og hann geti jafnað sig af meiðslunum fyrir lok tímabilsins. Við verðum að bíða og sjá með það."
Athugasemdir