Manchester City tók á móti Salford City í enska bikarnum í kvöld og gjörsamlega rúllaði yfir andstæðinga sína úr fjórðu efstu deild enska deildakerfisins.
Miðjumaðurinn efnilegi James McAtee átti frábæran leik alveg eins og kantmaðurinn Jeremy Doku og skoruðu þeir samanlagt fimm mörk í 8-0 sigri.
Doku skoraði tvö mörk og lagði tvö önnur upp á meðan McAtee sskoraði þrennu á tæplega 20 mínútna kafla í síðari hálfleiknum.
Jack Grealish, Divin Mubamba og Nico O'Reilly komust einnig á blað í sigrinum stóra.
Gestirnir í liði Salford sköpuðu sér fín færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Varnarleikur Salford var þó gjörsamlega afleitur.
Á sama tíma tryggði Leeds United sér þátttöku í næstu umferð bikarsins.
Leeds sigraði 1-0 gegn Harrogate Town þar sem heimamönnum tókst ekki að skora meira þrátt fyrir mikla yfirburði.
Manchester City 8 - 0 Salford City
1-0 Jeremy Doku ('8 )
2-0 Divin Mubama ('20 )
3-0 Nico OReilly ('43 )
4-0 Jack Grealish ('49 , víti)
5-0 James Mcatee ('62 )
6-0 Jeremy Doku ('69 , víti)
7-0 James Mcatee ('72 )
8-0 James Mcatee ('81 )
Leeds 1 - 0 Harrogate Town
1-0 Largie Ramazani ('59
Athugasemdir