Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Valur skoraði átta gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 8 - 0 KR
1-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('7 )
2-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('12)
3-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('16 )
4-0 Berglind Rós Ágústsdóttir ('30 )
5-0 Bryndís Eiríksdóttir ('50 , Mark úr víti)
6-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('53 )
7-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('58 , Mark úr víti)
8-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('79 )

Valur og KR áttust við í fyrstu umferð Reykjavíkurmóts kvenna í dag og skópu heimakonur stórsigur á Hlíðarenda.

Valskonur byrjuðu af miklum krafti og voru komnar í þriggja marka forystu eftir fyrsta stundarfjórðung leiksins, þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði tvennu og gerði Ísabella Sara Tryggvadóttir eitt mark.

Berglind Rós Ágústsdóttir bætti einu marki við og var staðan því 4-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn fór af stað með svipuðum hætti og sá fyrri, þar sem Bryndís Eiríksdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir skoruðu áður en Ísabella Sara setti sitt annað mark í leiknum.

Anna Rakel gerði að lokum áttunda og síðasta mark Vals og urðu lokatölur 8-0 í leik sem einkenndist af mikilli einstefnu.

Valur spilar við Fylki í 2. umferð Reykjavíkurmótsins næsta miðvikudag.

KR tekur á móti Stjörnunni/Álftanesi á KR-velli næsta föstudag, 17. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner