Trent Alexander-Arnold var maður leiksins er Liverpool valtaði yfir Accrington Stanley, 4-0, í enska bikarnum á Anfield í dag.
Alexander-Arnold var með fyrirliðabandið og tókst að skora annað mark liðsins í leiknum.
Nafn hans hefur verið mikið í fjölmiðlum síðasta mánuðinn vegna orðróms um að hann sé á leið til Real Madrid. Frammistaða hans gegn Manchester United á dögunum var arfaslök en það var annar bragur á honum í dag, þó gegn töluvert slakari mótherja.
Sky Sports valdi hann mann leiksins með 8 í einkunn en gríski vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas fékk sömu einkunn.
HInn 16 ára gamli Rio Ngumoha braut blað í sögunni og varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Liverpool í bikarnum. Hann stóð sig mjög vel og fékk sjöu.
Einkunnir Liverpool gegn Accrington: Liverpool: Kelleher (6); Alexander-Arnold (8), Quansah (7), Endo (7), Tsimikas (8); Morton (7), Szoboszlai (7); Elliott (7), Jota (8), Ngumoha (7); Nunez (5)
Varamenn: Chiesa (7), McConnell (6), Bradley (6), Danns (7).
Íslendingarnir í Birmingham komust þá áfram í næstu umferð með því að vinna Lincoln, 2-1.
Alfons Sampsted byrjaði óvænt í miðverði í leiknum, staða sem hann þekkir ekkert allt of vel, en stóð sig engu að síður með prýði og fær 7 frá Birmingham Live.
Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum en hann fær 6. Willum fékk færi til að gera endanlega út um leikinn undir lokin, en nýtti ekki.
Athugasemdir