Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 14:49
Brynjar Ingi Erluson
Trent bestur á Anfield - Alfons stóð sig vel í miðverði
Trent var maður leiksins hjá Liverpool
Trent var maður leiksins hjá Liverpool
Mynd: EPA
Alfons spilaði vel í nýrri stöðu
Alfons spilaði vel í nýrri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold var maður leiksins er Liverpool valtaði yfir Accrington Stanley, 4-0, í enska bikarnum á Anfield í dag.

Alexander-Arnold var með fyrirliðabandið og tókst að skora annað mark liðsins í leiknum.

Nafn hans hefur verið mikið í fjölmiðlum síðasta mánuðinn vegna orðróms um að hann sé á leið til Real Madrid. Frammistaða hans gegn Manchester United á dögunum var arfaslök en það var annar bragur á honum í dag, þó gegn töluvert slakari mótherja.

Sky Sports valdi hann mann leiksins með 8 í einkunn en gríski vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas fékk sömu einkunn.

HInn 16 ára gamli Rio Ngumoha braut blað í sögunni og varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Liverpool í bikarnum. Hann stóð sig mjög vel og fékk sjöu.

Einkunnir Liverpool gegn Accrington: Liverpool: Kelleher (6); Alexander-Arnold (8), Quansah (7), Endo (7), Tsimikas (8); Morton (7), Szoboszlai (7); Elliott (7), Jota (8), Ngumoha (7); Nunez (5)
Varamenn: Chiesa (7), McConnell (6), Bradley (6), Danns (7).

Íslendingarnir í Birmingham komust þá áfram í næstu umferð með því að vinna Lincoln, 2-1.

Alfons Sampsted byrjaði óvænt í miðverði í leiknum, staða sem hann þekkir ekkert allt of vel, en stóð sig engu að síður með prýði og fær 7 frá Birmingham Live.

Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum en hann fær 6. Willum fékk færi til að gera endanlega út um leikinn undir lokin, en nýtti ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner