Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 10:17
Brynjar Ingi Erluson
Vilja Rashford í stað Kvaratskhelia - Hvert fer Kolo Muani?
Powerade
Marcus Rashford gæti farið til Ítalíu
Marcus Rashford gæti farið til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Hvert fer Kolo Muani?
Hvert fer Kolo Muani?
Mynd: EPA
Carney Chukwuemeka er eftirsóttur
Carney Chukwuemeka er eftirsóttur
Mynd: EPA
Marcus Rashford er einn heitasti biti markaðsins um þessar mundir og hefur enn eitt félagið skráð sig í kapphlaupið um hann. Þetta og meira í slúðurpakka dagsins sem er í boði Powerade.

Gert er ráð fyrir því að Napoli fari á eftir Marcus Rashford (27), sóknarmanni Manchester United ef Khvicha Kvaratkskhelia yfirgefur ítalska félagið. (Mirror)

Paris Saint-Germain er nálægt því að ganga frá kaupum á Kvaratskhelia (23) sem hefur þegar náð samkomulagi um kaup og kjör við franska félagið. (FootMercato)

PSG telur sig þá geta sannfært kólumbíska framherjann Jhon Duran (21) um að koma til félagsins frá Aston Villa en PSG er til í að bjóða Villa að fá Randal Kolo Muani (26) í skiptum. (Mail)

Spænski sóknarsinnaði miðjumaðurinn Marco Asensio (28) virðist ekki vera í myndinni hjá PSG, en Aston Villa, Juventus og Real Sociedad eru öll áhugasöm. (FootMercato)

Barcelona hefur mikinn áhuga á sænska framherjanum Alexander Isak (25), sem er á mála hjá Newcastle United, en Börsungar gætu reynt við hann í þessum mánuði eða í sumar. Það mun algerlega fara eftir fjárhagsstöðu spænska félagsins. (Mundo Deportivo)

AC Milan hefur áhuga á enska hægri bakverðinum Kyle Walker (34) en Pep Guardiola, stjóri Man City, hefur greint frá því að Walker hafi beðið um að yfirgefa félagið. (Guardian)

Vonir Chelsea um að fá enska miðvörðinn Marc Guehi (24) frá Crystal Palace eru taldar litlar útaf ströngum launastrúktur félagsins. (Mirror)

Markus Krosche, íþróttastjóri Eintracht Frankfurt, hefur staðfest að félag hafi sett sig í samband við félagið vegna egypska framherjans Omar Marmoush (25), en Man City hefur þegar náð samkomulagi við leikmanninn. (Sky í Þýskalandi)

Barcelona hefur hafnað tilboði frá Juventus í úrúgvæska miðvörðinn Ronald Araujo (25) en spænska félagið vill halda varnarmanninum. Hann er samningsbundinn til 2026. (Mundo Deportivo)

Cristiano Giuntoli, íþróttastjóri Juventus, segist vonast til að geta fært stuðningsmönnum góðar fréttir á næstu vikum þegar það kemur að félagaskiptum, en svar hans var við spurningu um Araujo og franska framherjanum Randal Kolo Muani, sem er á mála hjá PSG. (Football Italia)

Borussia Dortmund er að íhuga að leggja fram tilboð í Carney Chukwuemeka (21), miðjumann Chelsea, en þýska félagið vill fá hann á láni út tímabilið. (Sky í Þýskalandi)

Chukwuemeka er einnig á ratsjá ítalska félagsins Lazio sem vill styrkja miðsvæðið í þessum glugga. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner