Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 16:25
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Simons skoraði tvö er Leipzig vann Bremen
Xavi Simons og Lois Openda bjuggu til fyrsta markið
Xavi Simons og Lois Openda bjuggu til fyrsta markið
Mynd: EPA
RB Leipzig 4 - 2 Werder
1-0 Xavi Simons ('24 )
1-1 Mitchell Weiser ('26 )
2-1 Xavi Simons ('35 )
3-1 Benjamin Sesko ('47 )
4-1 Christoph Baumgartner ('90 )
4-2 Oliver Burke ('90 )

RB Leipzig er komið upp í 4. sæti þýsku deildarinnar eftir að liðið vann Werder Bremen, 4-2, í Leipzig í dag.

Hollenski sóknartengiliðurinn Xavi Simons átti flottan leik í liði Leipzig en hann gerði tvö mörk með ellefu mínútna millibili.

Hann kom Leipzig yfir á 24. mínútu áður en Mitchell Weiser jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Simons var aftur á ferðinni á 35. mínútu og bætti slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko við þriðja markinu semma í þeim síðari.

Á lokamínútunum skoraði Christoph Baumgartner fjórða mark Leipzig. Bremen tókst að minnka muninn í uppbótartíma, en fleiri urðu mörkin ekki og 4-2 sigur Leipzig niðurstaðan.

Leipzig komið aftur á sigurbraut og er liðið nú með 30 stig í 4. sæti, níu stigum frá toppnum á meðan Bremen er í 8. sæti með 25 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 16 12 3 1 48 13 +35 39
2 Leverkusen 16 10 5 1 40 23 +17 35
3 Eintracht Frankfurt 16 9 3 4 36 23 +13 30
4 RB Leipzig 16 9 3 4 28 22 +6 30
5 Mainz 16 8 4 4 30 20 +10 28
6 Freiburg 16 8 3 5 24 26 -2 27
7 Stuttgart 16 7 5 4 30 25 +5 26
8 Dortmund 16 7 4 5 30 25 +5 25
9 Werder 16 7 4 5 28 29 -1 25
10 Wolfsburg 16 7 3 6 33 28 +5 24
11 Gladbach 16 7 3 6 25 21 +4 24
12 Union Berlin 16 4 5 7 14 21 -7 17
13 Augsburg 16 4 4 8 17 33 -16 16
14 St. Pauli 16 4 2 10 12 20 -8 14
15 Hoffenheim 16 3 5 8 20 29 -9 14
16 Heidenheim 16 4 1 11 20 33 -13 13
17 Holstein Kiel 16 2 2 12 21 41 -20 8
18 Bochum 16 1 3 12 13 37 -24 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner