Gríska stórliðið Panathinaikos tapaði stigum í toppbaráttu deildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Panseirraikos í dag.
Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos sem komst í 2-0 forystu snemma í síðari hálfleik.
Heimamenn minnkuðu muninn á 64. mínútu og nokkrum mínútum síðar var pólski markvörðurinn Bartlomiej Dragowski rekinn af velli í liði Panathinaikos fyrir að skalla leikmann Panseirraikos.
Vítaspyrna var dæmt í kjölfarið og jöfnuðu heimamenn metin. Afskaplega slakt hjá markverði Panathinaikos sem kostaði liðið stig í leiknum.
Panathinaikos er í öðru sæti með 36 stig, fjórum á eftir toppliði Olympiakos. Hörður Björgvin Magnússon var ekki með vegna meiðsla.
Brynjólfur Andersen Willumsson spilaði allan leikinn með Groningen sem gerði markalaust jafntefli við Almere City í hollensku úrvalsdeildinni. Groningen er í 13. sæti með 17 stig.
Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliði Willem II sem tapaði fyrir Twente, 6-2. Keflvíkingurinn fór af velli þegar lítið var eftir af leiknum en Willem II er í 10. sæti með 22 stig.
Kolbeinn Birgir Finnsson sat allan tímann á bekknum er Utrecht vann Feyenoord, 2-1. Utrecht er í flottum málum í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, sjö stigum frá toppnum.
Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði þá leikinn er Gent gerði markalaust jafntefli við Dender í belgísku úrvalsdeildinni. Gent er í 6. sæti með 31 stig.
Athugasemdir